Fara í efni

13. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

12.03.2024 16:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

13. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 12. mars 2024. Fundur var settur kl. 16:00.

Mætt voru: Daníel Hansen, Ólína Jóhannesdóttir, Þórir Jónsson og Hjörtur Harðarson og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Einnig voru boðuð á fundinn Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Gunnar Már Gunnarsson verkefnastjórar.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

 

1. Skýrsla úr niðurstöðum könnunar á viðhorfum íbúa til flugþjónustu á svæðinu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin telur mikilvægt að flugleggir séu samræmdir svo biðtíminn á Akureyri verði sem stystur við það myndi aðsókn í flug mögulega aukast.

Samþykkt samhljóða.

2. Sigríður Friðný Halldórsdóttir og gerir grein fyrir væntanlegum námskeiðum.

Bókun: Nefndin þakkar Sigríði Friðný fyrir þessa frábæru kynningu.

3. Gunnar Már Gunnarsson mætti á fundinn á Teams og gerði grein fyrir þeim verkefnum sem hann er að vinna að.

Bókun: Nefndin þakkar Gunnari fyrir greinagóða yfirferð á þeim verkefnum sem hann er að vinna að og er fyrirhugað að funda fljótlega aftur með Gunnari

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:26

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?